Í gegnum alheiminn til hennar
- Genre:Experimental
- Year of Release:2022
Lyrics
Ég fann rosa mikið fyrir því að ég var að gera dóttur minni eitthvað með því að vera í þessari neyslu og hérna, byrja á nóttunni þá bara fæ þessa drauma og ég bara svona
“ég reyni allavega að vera edrú í dag, ég reyni allavega að vera edrú þangað til að ég fer að sofa í kvöld!”
Og mér var skítsama um hvernig mér myndi líða, sko. Ég var bara, langaði bara ekki að líða svona gagnvart dóttur minni. Reyndar fékk svona marga drauma um það hvað myndi verða úr henni ef ég myndi halda þessu áfram. Og svo núna, þótt að ég sé hana ekki þá samt veit ég að það verður allt gott út af því að ég er að gera góða hluti. Og ég reyni bara að senda orkuna í gegnum alheiminn til hennar. Hún er svo mikill meistari. Hún kann að syngja sko frozen lagið utan að, og alveg nokkur lög sko. Benedikt Búálf, allt utan að!
Ég var bara svo gömul þegar ég byrjaði að nota að skömmin var bara strax til staðar hjá mér. Ég var 35, nei ég lýg því! Ég hef verið 33. Þegar ég reyki kanabis í fyrsta skiptið, það var reyndar út af, af því að ég gleymi að panta verkjalyfin mín. Þetta var bara eitt leiddi af öðru. Ég meira að segja á sínum tíma þá lét ég bæði lyflækninn minn og kvensjúkdómalækninn vita að ég ætlaði að prófa að reykja og hætta að nota kemísku lyfin í smá tíma, og prófa að reykja. Þetta hafði bara ekki hvarflað að þeim að ég færi þessa leið.
Ég eiginlega bara ólst upp sjálfur. Bara 6 ára þá var ég eiginlega bara kominn á götuna. Pabbi sat inni fyrir morð í Bandaríkjunum. Hann sat inni fyrir að berja Breta á Litla-Hrauni. Hann var ofbeldismaður mjög mikill. Honum fannst gaman að pína fólk, skilurðu. Hann hafði gaman af því að pína fólk.
Similar Songs
More from Inki
Listen to Inki Í gegnum alheiminn til hennar MP3 song. Í gegnum alheiminn til hennar song from album Brotabrot is released in 2022. The duration of song is 00:02:13. The song is sung by Inki.
Related Tags: Í gegnum alheiminn til hennar, Í gegnum alheiminn til hennar song, Í gegnum alheiminn til hennar MP3 song, Í gegnum alheiminn til hennar MP3, download Í gegnum alheiminn til hennar song, Í gegnum alheiminn til hennar song, Brotabrot Í gegnum alheiminn til hennar song, Í gegnum alheiminn til hennar song by Inki, Í gegnum alheiminn til hennar song download, download Í gegnum alheiminn til hennar MP3 song